Verðskrá

Ársalir ehf. – fasteignamiðlun

kt. 460192-2859  VSK nr. 32013

Engjateigi 5, 105 – Reykjavík.

 

Verðskrá

 

1.0  Almennt um þóknun

 

1.1

Verðskrá þessi gildir fyrir Ársali ehf -  fasteignamiðun, nema um annað hafi verið samið sérstaklega.

 

1.2

Ákvörðun þóknunar mótast af þeim fjárhagslegu hagsmunum sem tengjast því verki sem unnið er að.

Sé unnið að verki, þar sem ekki er sérstaklega samið um þóknun, skal þóknunin fyrir verkið ákvörðuð skv. tímagjaldi.

 

1.3

Öll þjónusta fasteignasala er virðisaukaskattskyld. Þannig eru öll verð sem tigreind eru hér í krónum, eru með virðisaukaskatti, en þar sem hún er í prósentum, bætist virðisaukaskattur við.

 

1.4

Verðskrá þessi er leiðbeinandi um endurgjald fyrir störf Ársala ehf. - fasteignamiðlunar og má í sérstökum tilvikum víkja frá henni til hækkunar eða lækkunar.

 

1.5

Hvar sem þóknun í verðskrá þessari er ákveðin í krónutölu, en ekki sem hundraðshluti af verðmæti, er fjárhæð þóknunarinnar grunngjald sem breytist í samræmi við almennar verðlagsbreytingar.

 

2.0  Kaup og sala fasteigna

2.1

A.               Söluþóknun vegna fasteigna og skipa.

a. Sala fasteigna og skráðra skipa 2,5% af söluverði auk vsk.

b. Sala fasteigna og skráðra skipa sem eru í einkasölu 1,85% af söluverði auk vsk.

c. Aðstoð við kaup fasteigna og skráðra skipa 1% af söluverði auk vsk.

d. Sala félaga og atvinnufyrirtækja 5% af heildarverðmæti þ.m.t. birgðir auk vsk.

e. Sala bifreiða sem settar eru upp í kaupverð fasteigna 2% af söluverði, auk vsk, en að lágmarki kr. 217.000.-

f. Endursala eignar sem seljandi hefur tekið sem greiðslu í makaskiptum hjá Ársölum ehf. er þóknun 1,5% auk vsk.

 

B.            Makaskipti.

Við makaskipti er þóknun 1,5% auk vsk, af hvorri eign.  Hafi önnur hvor eignin hvergi verið til sölu skal þóknun vera 2% auk vsk, af söluverði þeirrar eignar.

 

Hafi eign sem boðin er í makaskiptum verið í einkasölu hjá öðrum fasteignasala skal sá fasteignasali einn taka söluþóknun vegna þeirrar eignar skv. söluumboði, enda áriti hann og ábyrgist þann kaupsamning.

 

2.2

Þóknun fyrir skjalagerð, einstaks kaupsamnings eða afsals er að lágmarki kr. 217.000.-

 

3.0  Ýmis skjalagerð og ráðgjöf

3.1

Þóknun fyrir að fara yfir og athuga samninga og skjöl við sölu eða kaup fasteigna og skipa eða annarra eigna sem fasteignasali, lögmaður eða annar hefur gert er kr. 95.000.- auk 0,25% auk vsk af samningsfjárhæð.

 

 

3.2

Í þeim tilvikum sem gerð skuldabréfa og tryggingabréfa tengist kaupsamningsgerð er þóknun kr. 18.500.-

3.3

Í þeim tilvikum sem gerð veðleyfa, veðbandslausna og umboða tengist kaupsamningsgerð er þóknun fyrir það kr. 13.000.-

 

 

 

 

4.0  SKOÐUN OG  VERÐMAT FASTEIGNA

4.1.

Ef fasteign er ekki sett í sölu en skoðuð og verðmetin reiknast þóknun skv. tímagjaldi en þó skal þóknun aldrei vera lægri en     kr. 18.000.- auk gjalds fyrir akstur.

 

5.0  Leiga fasteigna

5.1

Þóknun fyrir gerð leigusamnings og fyrir að annast milligöngu um að koma á leigusamningi, skal samsvara eins mánaðar leigu hins leigða,  auk vsk, fyrir allt að 5 ára leigusamning,  en sem nemur tveggja mánaða leigu fyrir 5-10 ára samning.

 

5.2

Skráning leigjanda og aðstoð við leit að íbúð kr. 16.000.- Aðstoð leigjanda við riftun leigusamnings, reiknast tímagjald.

 

6.0  Eigna umsýsla og skuldaskil

6.1

Þóknun fyrir vinnu við eignaumsýslu og gerð samninga um skuldaskil er skv. tímagjaldi, sbr. kafla 8.0 en þó að lágmarki

kr. 62.000.- Umsýslu- og þjónustugjald fyrir kaupendur fasteigna er kr. 59.520.-

 

7.0  Ýmis ákvæði

7.1

Viðskiptavinur fasteignasala greiðir allan beinan útlagðan kostnað, svo og fast gjald kr. 18.600.- vegna öflunar gagna um eignir, svo sem vegna veðbókarvottorða, ljósrit teikninga og annara skjala hjá opinberum aðilum.

 

7.2

Kostnað við gerð og birtingu auglýsinga skal viðskiptamaður greiða skv. gjaldskrá viðkomandi auglýsingamiðils hverju sinni.

 

7.3

Annist fasteignasali sýningu fasteignar reiknast fast gjald kr. 3.100.- fyrir hverja sýningu eignarinnar.

 

8.0  Tímagjald

8.1

Tímagjald er kr. 18.000.- Nánari ákvörðun um fjárhæð gjaldsins fer eftir þeim hagsmunum sem viðkomandi verki eru tengdir.

 

9.0 Aksturskostnaður og dagpeningar

9.1

Ársölum ehf er heimilt að reikna kostnað við akstur og ferðir með hliðsjón af reglum fjármálaráðuneytisins um aksturskostnað og dagpeninga.